Vantar þig smið?
*
Vantar þig smið? *
Hæ, ég heiti Óðinn Björn og ég tek að mér fjölbreytt smíðaverkefni með stuttum og löngum fyrirvara.
Ég legg áherslu á að vera áreiðanlegur, sanngjarn, heiðarlegur og að vinna öll verkefni af fagmennsku.
Óðinn Björn
Ég hef verið að smíða síðan ég man eftir mér, enda var pabbi minn líka smiður. Ég hef starfað sjálfstætt frá árinu 2020 og fengið að vinna fyrir stóran hóp ánægðra viðskiptavina.
Mínir helstu styrkleikar liggja í:
Verkefnastjórn með því að gera upp íbúðir
Parketlögn og að leggja lista
Að laga hurðar og hurðakarma
Uppsetning innréttinga
Samsetning húsgagna
Ég á stórt tengslanet iðnaðarmanna og get reddað áreiðanlegum rafvirkjum, pípurum, málurum og fleirum til þess að sinna slíkum hlutum verkefnanna sem ég tek að mér.
Einnig á ég rúmgóðan sendiferðabíl og hef mikla reynslu af flutningum húsgagna, innrétttinga, búslóða og alls þess á milli.
Fáðu tilboð í verkið
Ert þú með verkefni sem ég gæti aðstoðað þig við?
Ekki hika við að hafa samband og ég mun heyra í þér við fyrsta tækifæri.